Dagsetning: 8.2.2011
Brottfararstaður: Bilastæðið við Mógilsá
Viðburður: Esjan að vetri - undirbúningur fyrir Hvannadalshnúk
Erfiðleikastig:
Lýsing:
Esjan að vetri - undirbúingur fyrir Hvannadalshnúk.
Ferðafélag Íslands stendur fyrir göngu á Hvannadalshnúk um Hvíitasunnuhelgina, 12. júní nk með Harald Örn Ólafsson sem fararstjóra. Til að njóta gönguferðar á Hvannadalshnúk er mikilvægt að undirbúa sig vel. Besta þjálfunin fyrir göngu á hæsta tind landsins eru fjallgöngur, en öll líkamsrækt er einnig góð og má þar nefna ræktina, sund, gönguferðir eða ýmsa aðra íþróttaiðkun.
Ferðafélagið býður nú upp á fjallgöngur á Esjuna með fararstjóra sem lið í undirbúningi fyrir göngu á Hvannadalshnúk. Fararstjóri er Þórður Ingi Marelsson. Boðið er upp á 11 Esjugöngur frá 8. feb og út mai.
Verð í Esjugöngur er kr. 15.000 og kr. 10.000 fyrir þátttakendur í gönguferð á Hvannadalshnúk.
Skráning í Esju að vetri lýkur 5. febrúar.
Verkefnið verður kynnt nánar til þátttakenda með ítarpósti frá fararstjóra fyrir fyrstu göngu.
Mæting við Esjustofu nema annað sé tekið fram.*
Þriðjudagur 08.febrúar kl. 18.00 Þverfellshorn, upphafsganga, 2-3 klst
Þriðjudagur 22.febrúar kl. 18.00 Gunnlaugsskarð, 3 klst+
Þriðjudagur 8. mars kl. 18.00 Fálkahöfði-Langihryggur 3 klst +
Þriðjudagur 15. mars kl. 18.00 Kerhólakambur, klst 3+ Mæting við Esjuberg*
Þriðjudagaur 29.mars kl. 18.00 Dýadalshnjúkur, klst 3+ Mæt við vigtina inn við Kjalarnes*
Þriðjudagur 05. apríl kl. 18.00 Kistufell 3-4 klst, mæting við Gljúfrastein*
Þriðjudagur 19. apríl kl. 18.00 Móskarðshnjúkar 3-4 klst, mæting við Gljúfrastein*
Þriðjudagur 26.apríl kl. 18.00 Laufskörð 3 klst, mæting við Gljúfrastein*
Þriðjudagur 3.maí kl. 18.00 Esjuberg-Langihryggur, 3 klst mæting við Esjuberg*
Þriðjudagur 17. maí kl. 18.00 Hátindur, 3-4 klst mæting við Gljúfrastein*
Þriðjudagur 7.júní . Stutt óvissuferð og yoga-teygjur J