Esjan alla daga
Dagana 14. 18. júlí stendur FÍ fyrir gönguferðum á Esjuna 5 daga í röð.
Lagt er af stað kl. 18.00 frá bílastæðinu við Mógilsá og gengið rösklega á Þverfellshorn. Um er að ræða krefjandi og hressilegar gönguferðir.
Fjallgöngur eru ein allra besta líkamsrækt sem völ er á og byggja bæði um þol og styrk. Fitubrennsla og orkunotkun er mikil í fjallgöngum og þær því tilvaldar til að koma sér í gott form.
Í lok gönguferðarinnar eru teygjuæfingar og slökun. Áætlað er að gönguferðinni ljúki um kl. 20.00
Þekkja má fararstjórann af gulleitu hárbandi, hann er frekar lágvaxinn og grár í vöngum!
Hann heitir Þórður Marlesson.
Grill og hnallþóra verður framreitt í lok átaksins á góðum stað. Af þessu má enginn missa.
Þátttaka er ókeypis, allir velkomnir.
Sjá myndir frá Esjunni