Esjan alla daga, fimm daga í röð hefst mánudaginn 20. apríl. Þá verður gengið á Þverfellshorn 5 daga í röð. Lagt er af stað frá bílastæðinu kl 18. Þátttaka er ókeypis, allir velkomnir. Takið með ykkur nesti í bakpoka og góðan útbúnað, góða skó og hlífðarfatnað og mörgum finnst betra að hafa göngustafi. Gera má ráð fyrir að gangan taki á milli 2 - 3 klst. Farið er upp að Steini og upp á tind ef aðstæður leyfa. Fararstjóri er Þórður Marelsson og stjórnar hann upphitun og teygjum og fleira skemmtilegu af sinni alkunnu snilld. Sjá myndir úr Esjugöngum á myndabanka FÍ hér á heimasíðunni. Esjugöngur alla daga er tilvalin líkamsrækt og góður undirbúningur fyrir gönguferðir sumarsins og önnur komandi verkefni.