Ejsan alla daga 8. - 13. mars. Göngugarpar undir klettum Þverfellshorns í miðvikudagsgöngu ,, Esjan alla daga" gönguferðum á Esjuna fimm daga í röð.
Í kvöld fimmtudag verður fimmta gangan og því tilfalið fyrir alla að skella sér á Esjunni eftir vinnu og klappa fyrir þeim sem eru búnir að ganga á Esjuna fimm daga í röð.
Einnig verður gengið á Esjuna á morgun föstudag, en sett var upp aukaferð vegna fjölda fyrirspurna þannig að fleirri gætu náð fimm göngudögum í röð á Esjuna.
Fararstjórinn, hinn síungi Þórður Marelsson var hæstánægður með gönguferðina í gær og alla þá sem hafa tekið þátt í öllum ferðunum. ,, Þetta er búið að vera mjög gaman og í kvöld verður verðlaunaafhending og kannski maður dragi fram eitthvað óvænt úr pokahorninu," segir Þórður sem stjórnar æfingum bæði fyrir og eftir göngu.
Sjá myndir úr gönguferðinni í gær á myndabanka FÍ