Esjan alla daga og Esjan fyrir byrjendur

Esjan alla daga!

Mánudagur 04.júlí. Smáþúfur og suðvesturhlíðin.

Mæting kl. 18:00 hjá vigtinni vestan við Blikdal. Farið verður upp Smáþúfurnar og niður suðvesturhlíð Esjunnar, upp aftur og niður ævintýralega leið. Áætlaður göngutími 4klst.

 

Þriðjudagur 05.júlí. Kistufell og Hryggur

Mæting kl. 18:00 við Gljúfrastein og farið þaðan saman á bílum inn að Kistufelli þar sem gangan hefst. Áætlaður göngutími  rúmlega 4 klst.

 

Miðvikudagur 06.júlí. Móskarðahnúkar og Laufskörð

Mæting kl. 18:00 við Glúfrastein þar sem safnast verður saman í bíla og haldið að upphafsstað göngu. Áætlaður tími rúmlega 4klst.

 

Fimmtudagur 07.júlí Óvissuferð!

Mæting kl.18:00 við vigtina vestan Blikdals. Óvissuferð um Esjuna! Áætlaður göngutími 4klst.

 

Föstudagur 08.júlí Kögunarhóll - morgunganga

Mæting kl. 06.30 við Esjustofu. Gengið gegnum norska skóginn og upp að Kögunarhól.

 

Þátttaka er ókeypis, allir velkomnir,

Fararstjóri er hinn liðugi Þórður Ingi Marelsson