Esjan eftir vinnu

Esjan eftir vinnu

Í júlí standa FÍ og SPRONfyrir gönguferðum með leiðsögn á Esjuna.  Gengið verður á Esjuna 2svar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18.00 og lagt af stað frá bílastæðinu við Mógilsá. Þar verður tekin létt upphitun.  

Áætlað er að koma til baka um kl. 20.30.  Þá verður tekið til við að teygja og slaka á eftir hressilega gönguferð.

Tilvalið er að taka gönguskóna með sér í vinnuna og skella sér á Esjuna strax eftir vinnu.  Fyrsta gönguferðin hefst þriðjudaginn 8.. júlí.  

Hér er á ferðinni ganga fyrir þig og þína fjöldskyldu,vini,vinnufélaga og alla er treysta sér í skemmtilega gönguferð með hressu fólki. Hringdu í vin þin eða ættingja sem þú hefur ekki heyrt í lengi og bjóddu honum með í gönguferð.

Fararstjóri í Esjugöngunum er Þórður Marelsson, fjallagarpur og jógakennari. Þekkja má fararstjórann af gulleitu hárbandi, hann er frekar lágvaxinn og grár í vöngum!

Þórður fararstjóri mælir með appelsínum og vatni í nestið.

Verið vel búin, í góðum skóm og göngufatnaði.

Þátttaka er ókeypis, allir velkomnir  

Esja thordur

 

Esjan alla daga

Um miðjan júlí, 14. – 18. júlí stendur FÍ fyrir gönguferðum á Esjuna 5 daga í röð.

Lagt er af stað kl. 18.00 frá bílastæðinu við Mógilsá og gengið rösklega á Þverfellshorn. Um er að ræða krefjandi og hressilegar gönguferðir. 

Fjallgöngur eru ein allra besta líkamsrækt sem völ er á og byggja bæði um þol og styrk. Fitubrennsla og orkunotkun er mikil í fjallgöngum og þær því tilvaldar til að koma sér í gott form.

 Í lok gönguferðarinnar eru teygjuæfingar og slökun. Áætlað er að gönguferðinni ljúki um kl. 20.00

Þekkja má fararstjórann af gulleitu hárbandi, hann er frekar lágvaxinn og grár í vöngum! Hann heitir Þórður Marlesson.

Grill og hnallþóra verður framreitt í lok átaksins á góðum stað. Af þessu má enginn missa.