Góð mæting var í Esjugöngu FÍ í gærkvöldi, Esjan eftir vinnu. Um 25 manns, konur, krakkar og kallar tóku þátt í göngunni í besta veðri. Þórður Marelsson fararstjóri stjórnaði æfingum á leiðnni og teygjum í lokum.
Esjan eftir vinnu er alla þriðjudaga og fimmtudaga í júlí, kl. 18.00 og er þátttaka ókeypis allir velkomnir.
Takið með ykkur nesti, vatn og applesínur skv. ráðum Þórðar fararstjóra, sem og verið í góðum gönguskóm og þægilegum göngufötum.
Skelltu þér á Esjuna eftir vinnu með FÍ, hringdu í vini þína og dragðu þá með, sem og alla fjölskylduna.
Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 18.00 frá bílastæðinu við Mógilsá.
Á myndinni má sjá hvað Þórður fararstjóri er áberandi liðugastur.