Esjan eftir vinnu og alla daga, myndir 17. júlí

Góð mæting var í Esjugöngu FÍ eftir vinnu í gær. Einnig stendur nú yfir Esjan alla daga, þar sem gengið er á Esjuna alla daga þessa viku.  Fararstjórar eru Þórður Marelsson og Fríður Halldórsdóttir.  Nú er bara að hringja í vin sinn og skella sér á Esjuna eftir vinnu í dag.

Lagt er af stað frá bílastæðinu við Mógilsá kl. 18.00. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir, ekki síst öll fjölskyldan.

Í gær mættu um  20 og gengu upp, þrettán af þeim á toppinn aðrir að Steini. Blíðskaparveður, stillt og flott á toppnum og stoppað góða stund þar. Hittum grátandi stúlku með vini sínum í klettabeltinu og var henni hjálpað upp og niður. Gengum með sama hætti og áður, Þórður fremstur með þeim hröðustu og Fríða fylgdi þeim sem hægast fóru. Í hlíðunum eftir urðina mættum við kisu nokkurri sem var ein að ráfa þar um, greinilega rammvillt.


Þessi var yngsti þátttakandinn í gær og fór létt með gönguna.
Elsti var 60 árum eldri og fór álíka létt með gönguna.