Esjan er alvöru fjall

Mikill umferð göngumanna er nú í Esjuhlíðum og er Esjan eitt af vinsælustu útivistarsvæðum Reykjavíkur.

Í gestabækur FÍ á Þverfellshorni og við Steininn skrifa á hverju sumri yfir 10 þúsund manns. Ferðafélag Íslands og Skógræktarfélag Reykjavíkur hafa um árabil unnið að uppbyggingu göngustíga í Esjunni, að merkingum, brúargerð og fleira.

Töluvert er um að óhöpp og slys verði hjá göngufólki á gönguleiðinni og því rétt að árétta að allir þeir sem ætli sér að ganga á Esjuna sé vel búnir, í góðum gönguskóm, helst með göngustafi og í góðum göngufatnaði og fari síðan með öllu með gát, ekki síst þegar komið er hærra í fjallið og göngustígurinn verður stórgrýttari.

Í klettunum í Þverfellshorni er síðan afar mikilvægt að fara varlega og meðal annars að gæta að grjóthruni og lausum steinum. Esjan er stór fjallgarður og sannarlega alvöru fjall og hæst 814 metra há en Þverfellshorn er 760 m.