Esjudagur Ferðafélags Íslands og VISA !

Næstkomandi laugardag, 12.júní verður  árlegur Esjudagur Ferðafélags Íslands og VISA haldinn í Esjuhlíðum. Dagskráin hefst kl 13:00 þegar nýtt og glæsilegt Esjuskilti verður afhjúpað,  þar sem fjölmargar  gönguleiðir vísa veginn upp fjallið. Boðið verður upp á gönguleiðir sem mörgum eru ókunnar. Efnt verður til hópgöngu undir leiðsögn reyndra fararstjóra  meðal annars verður unnt  að velja á milli fjögurra  miserfiðra leiða upp eftir Esjunnarhlíðum, efnt verður til skógargöngu um skógræktarsvæði Mógilsár og farið verður í ratleik.   

Annað í boði:

  • Trjálfarnir mæta á svæðið og bregða á leik með börnum
  • Ferðaáætlun Ferðafélags barnanna kynnt
  • Allir krakkar fá HM sundpoka (á meðan birgðir endast) Allir fá nýtt kort af gönguleiðum á Esjuna
  • Leið 57 hjá Strætó fer frá Háholti, Mosfellsbæ og upp að Esju 6 sinnum yfir daginn. Hægt að kynna sér það nánar á www.straeto.is
  • Esjustofa - útigrill og gómsætir fjallaréttir. Opið allan daginn

Esjudagurinn er tilvalið tækifæri til að upplifa afar skemmtilegt umhverfi   í faðmi fjölskyldunnar og kynnast nýjum gönguleiðum upp fjallið undir leiðsögnfararstjóra Ferðafélags Íslands.