Esjudagur FÍ og Valitor - Ingó veðurguð stjórnar brekkusöng

Esjudagur FÍ og Valitor er haldinn sunnudaginn 28. ágúst nk.  Ingó veðurguð mætir í gönguferð með Ferðafélagi barnanna og stjórnar brekkusöngi í fyrstu búðum Esjunnar sem settar hafa verið upp í tilefni dagsins. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.  Takið með ykkur nesti og nýja skó.

Dagskrá Esjudagsins hefst kl. 13 á sunnudag og er ganga Ferðafélags barnanna með Ingó veðurguð á dagskrá fljótlega að lokinni setningu.  Maximus Músikus mætir einnig í fyrstu búðir.

Fyrstu búðir eru aðeins í 500 metra fjarlægð frá Esjustofu og hækkun innan við 100 metra þannig litlir fætur eiga létt með gönguna og þá jafnvel líka pabbi og mamma, afi eða amma.