ESJUDAGUR FÍ OG VALITORS FRESTAÐ

5. júní, sunnudagur, frestað

Esjudeginum hefur verið frestað vegna kuldalegs útlits og aðstæðna í fjallinu.  Ný dagsetning verður kynnt á næstunni. 

Maximús músikus og Ingó veðurguð mæta á Esjudaginn 

Esjudagurinn

Ferðafélag Íslands og Valitor bjóða til hins árlega Esjudags 5.júní

Dagskráin ár er fjölbreytt, sannkölluð hátíð göngufólks og útivistarunnenda.  Boðið verður upp á miðnæturgöngu, morgungöngu og fjölskyldudagskrá á sunnudeginum 5. Júní.  Í öllum skipulögðum göngunum verða fararstjórar Ferðafélagsins ásamt jarðfræðingum  sagnfræðingum og skógræktarmönnum. 

Nánari dagskrá:

Miðnæturganga laugardaginn 4. júní með Ólafi Erni Haraldssyni forseta FÍ 

Brottför frá Esjustofu kl. 21.30 laugardaginn 4. Júní.   

Morgunganga sunnudaginn 5. júní  með Páli Guðmundssyni framkvæmdastjóra FÍ,  á Móskarðshnúka og Laufskörð.

Farið um Mosfellsdal , framhjá Gljúfrasteini og beygt til vinstri við Hrafnhóla og ekinn afleggjari að upphafstað göngu

Mæting í Mörkina kl. 06 eða við upphafsstað göngu 45 mínútum síðar,

Formleg dagskrá Esjudagsins

Kl. 13.00    Setning Esjudagsins, Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor og Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélagsins

                   Samstarfssamningur Ferðafélags Íslands við Hjálparsveiti skáta í Kópavogi

                   Fjallaupphitun í höndum íþróttakennara á túninu fyrir neðan Esjustofu               

Kl. 13.30    Barnadagskrá: Ferðafélag barnanna býður öllum börnum í fyrstu búðir í fylgd sprækra fararstjóra.  Þar verður boðið upp á hressingu og Maxímús músikus mætir á svæðið og tekur nokkur lög og Ingó veðurguð stjórnar brekkusöng.

Kl. 14.00    Stafganga – Guðný Aradóttir og Jóna Hildur Bjarnadóttir kynna stafgöngu og notkun stafana á fjöllum

Kl. 14.00    Skógarganga um Mógilsá í umsjón Kristjáns Bjarnasonar frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur.

Kl. 14.30    Kappganga - vaskir fjallagarpar há keppni í kappgöngu að „steini“ – skráning á fi.is

  • Gönguferðir með fararstjórum Ferðafélagsins – úrval gönguleiða við allra hæfi.  Lagt verður af stað kl. 13.30, 14.00 og 14.30

Athugið að gönguferðirnar eru mislangar

  • Ratleikur – Leitin af Silfri Egils 
    100 þúsund krónum hefur verið komið fyrir á 20 fjársjóðarpokum í Esjuhlíðum  (5000 kr. á hverjum stað)
  • Gestabók Ferðafélagsins – Viltu sjá leik í Evrópukeppni U21

Allir sem rita nafn sitt í gestabók FÍ á Þverfellshorni eða í „Fyrstu búðum“ lenda í potti – glæsilegir vinningar s.s. Ferð með FÍ, útivistarföt frá Cintamani og ferð fyrir tvo á leik U21 landsliðsins í knattspyrnu í Danmörku um miðjan júní

ü Allir fá nýtt  kort af gönguleiðum á Esjuna

ü Verslunin Fjallakofinn og Cintamani  kynna útivistarvörur

ü Esjustofa –Útigrill og gómsætir fjallaréttir. Opið allan daginn

 

Komdu á Esjudaginn og kynnstu töfrum Esjunnar