Eyjafjallajökull 6. maí - upplýsingar

Göngu og skíðaferð á Eyjafjallajökul


Sunnudaginn 6.maí mun hópur Eyjafjallajökulsfara hittast í Mörkinni og brottför þaðan er kl. 08.00. Farið verður á einkabílum að Eyjafjallajökli með viðkomu á Hvolsvelli þar sem trússbíll tekur skíðabúnað og vistir göngumanna.  Gönguleiðin er svokölluð Skerjaleið og er aðkoman að gönguleiðinni af Þórsmerkurleið, neðan við áberandi strýtu er nefnist Grýtutindur. Fyrri hluti leiðar er upp brattar skriður og móbergsrima og seinni hlutinn liggur um allbrattan jökulinn.Uppgangan mun taka um það bil 6-8 klst. Eyjafjallajökull er um 1660 m/y.s og verður hækkun okkar á göngunni um 1530 metrar. Við Goðastein (einnig þekktur sem Guðnasteinn) hittum við svo trússbílinn og getum spennt á okkur skíðabúnaðinn. Svo  munum við skíða niður Eyjafjallajökulinn í átt að Hamragarðsheiði.  Á Hamragarðsheiðinni hittum við aftur trússbílinn sem mun ferja þátttakendur niður að þeim stað sem einkabílunum er lagt.

Þar sem um göngu á jökli er að ræða er mikilvægt að þátttakendur hafi eftirfarandi búnað meðferðis: Gönguskó með góðum sóla, mannbrodda, klifurbelti, læsta karabínu, ísöxi, sólgleraugu, sólaráburður, skjólgóðan fatnað, nesti og drykk.

Leiðin niður af Eyjafjallajökli er þekkt sem góð skíðaleið og þátttakendur velja sjálfir hvaða skíðabúnað þeir kjósa helst að nota. Sem dæmi má nota svigskíði, fjallaskíði, telemarkskíði og snjóbretti. Einnig er frjálst að ganga niður, sömu leið og verður skíðað.
Til aðstoðar fararstjóra verða Vilborg Arna og Páll Guðmundsson.

Sjáumst á laugardaginn stundvíslega kl.08.00

Kveðja

María Dögg Tryggvadóttir.