Eyjafjallajökull á laugardag

Ferðafélagið stendur fyrir gönguferð á Eyjafjallajökul 3. maí.  Farið er á einkabílum frá Mörkinni 6 kl. 8 á laugardagsmorgni. Gengin er Seljavallaleið og þeir sem vilja geta rennt sér niður á skíðum en búnaður er fluttur á jökulinn.  Nauðsynlegur búnaður í ferðina er öryggisbelti og ísexi, nesti og góður fatnaður, sólaráburður og sólgleraugu.

Ekið á einkabílum að Seljavöllum og gengin Seljavallaleið á Eyjafjallajökul. Skíði og búnaður verður fluttur á jökul og síðan er skíðað niður sömu leið tilbaka að bílum.

Gengið er á gönguskóm á jökulinn en síðan farið í skíðabúnað þegar upp er komið. Hægt er að hafa með sér fjallaskíði eða venjuleg svigskíði.  Ekki er mælt með því að renna sér niður á gönguskíðum. Frjálst er að renna sér niður á brettum.

Nauðsynlegur búnaður:  Göngufatnaður og hlífðarföt, bakpoki og nesti, sólgleraugu og sólaráburður.

Stoppað er á Hlíðarenda á Hvolsvelli rúmlega 9 þar sem búnaður er settur í trússbíl.

Stefnt er að því að leggja af stað í gönguna frá Seljavöllum um tíuleytið og áætlað að koma niður um kl. 17.00.