Eyrarfjall í Kjós var fjall mánaðarinns í febrúar.
Á Eyrarfjallið æddum svo
allveg var það gefið.
Tindaskráin telur tvo
við tókum þetta í nefið.
Ekki er hægt að segja annað en að ferðin hafi gengið vel þrátt fyrir dimm vestan él sem gengu reglulega yfir. Hópurinn var stór, 110 manns sem fór án nokkurra vandræða alla leið og vorum við ekki nema um 1 og hálfan tíma upp sem er mjög gott í svona stórum hópi. Veðrið bauð ekki upp á mikil útsýnisstopp og aðeins var staldrað við nokkrum sinnum til að þétta hópinn. Fengum okkur nesti í bland við skafrenning á tindinum. Greinilegt er að janúargangan á Blákoll í vonsku veðri gerði það að verkum að allir voru mjög vel búinir. Þó kom í ljós að þeir sem voru með vindlúffur og góðar húfur leið greinilega betur í skafrenningnum.
Önnur ganga verkefnisins Eitt fjall á mánuði á vegum Ferðafélags Íslands verður farin laugardaginn 26. febrúar.
Gengið verður á Eyrarfjall sem er 476 m. hátt fjall í Kjósinni. Eyrarfjall er staðsett norðan við Esjuna og austan við Hvafjörð. Fjallið er samsett úr hraun og móbergslögum eins og Esjan og er myndað á sama hátt. Jöklar ísaldanna hafa mótað dali Kjósarinnar og grafið dalinn Miðdal á milli Eyrarfjalls og Esju. Stendur það því stakt og er hægt að aka í kringum það.
Upphafsstaður göngu er við afleggjarann að bænum Kiðafelli sem stendur suðvestan undir fjallinu. Þar er hægt að leggja bílum. Þaðan verður gengið upp vesturhluta fjallsins upp í dálítið dalverpi áður en farið er upp suðurhlíðina á meginfjallið.
Ekin er leiðin inn í Hvalfjörð og tekin fljótlega hægri beygja inn á veg sem merktur er Miðdalur. Fljótlega er komið að afleggjara að Kiðafelli og þar hefst gangan kl. 10.50. en þeir sem vilja geta hist í Mörkinni 6 við húsakynni Ferðafélagsins og sameinast í bíla. Brottför úr Mörkinni 6 er kl. 10.00.
Hér er kort sem sýnir staðsetningu FÍ.
Um er að ræða 390 metra hækkun og lengd göngu er um 10 km. og má gera ráð fyrir að hópurinn verði við bíla aftur um kl. 16.00.
Búið ykkur vel. Þarna getur verið allra veðra von og oft er vindstrengur niður Kjósina norðan við Esju.
Fararstjórar verða: Örvar Aðalsteinsson, Ólafía Aðalsteinsdóttir, Linda Björnsdóttir, Linda Udengard, Einar Ragnar Sigurðsson og Jóhanna Haraldsdóttir.
Hér má sjá kort af gönguleiðinni á Eyrarfjall í Kjós.
GSM símar fararstjóra:
Örvar Aðalsteinsson 899-3109
Ævar Aðalsteinsson 696-5531
Ólafía Aðalsteinsdóttir 862-2863
Einar Ragnar Sigurðsson 899-8803
Jóhanna Haraldsdóttir 864-4719
Linda Björnsdóttir 824-5293
Linda Udengard 898-3080