Farið var á báða Meitlana í hávaða roki

Þriðja ferð verkefnisins eitt fjall á mánuði var farin 24. mars. Stór hópur lagði Stóra og Litla Meitil að fótum sér þó varla væri stætt í verstu hviðunum. Annars var þetta einhvern vegin svona:

í upphafi ferðar:
Í sárar axlir sígur poki
svei - það hefur ekkert lægt.
komin á fyrstu brekkbrún:
Hvað má vera hvasst í roki
hvernig er nú þetta hægt.
en áfram er haldið:
Varla hræðist vind né skúr
um vindheima ég rýk.
orðinn lítt sár en all móður:
Allur vindur er mér úr
ég áfram stjórnlaust fýk.

meitill1
Lagt af stað í Þrengslunum

meitill2
Komið í fyrstu brekku

meitill3
Safnið var allmikið

meitill4
Snúið sér undan vindstigunum

meitill5
Fokið yfir á Litla-Meitil

meitill6
Tindinum náð á þeim litla