Félagsvist Ferðafélags Íslands

Kæru spilafélagar.

Næsta félagsvist verður þriðjudaginn 19. febrúar.  Vistin hefst kl: 19:30.  Spilað verður í Mörkinni 6 – í risinu.  Lokakvöldið verður 18. mars 2008.

Hámark þátttakenda er 52.  Fyrstir koma – fyrstir fá. Vinsamlega athugið að félagsvistin er ætluð félögum í Ferðafélaginu og gestum þeirra.

Verðlaun verða veitt, kaffi og kökur.  Sérstök verðlaun verða veitt þeim sem flest stig hlýtur samtals á öllum spilakvöldum vetrarins.

 Þátttökugjald er 600 kr.

 Sérreglur Ferðafélagsins:

Í nóló er ásinn lægsta spil.

Komi í ljós eftir að spil er hafið, að rangt sé gefið, fær lið þess er gaf 6 stig en hinir 7.

Bannað er að stökkva upp á nef sér, þótt samherja verði á í spilamennskunni.

Þurfi einhver frá að hverfa vegna þess að fjögur sæti við spilaborð fást ekki fullskipuð eða vegna of mikillar aðsóknar, fær sá 156 stig enda skrái hann nafn sitt á skorblað. Henti að nota “yfirsetu”, fá þeir sem hvíla 7 stig.

Lifið heil
Höskuldur Jónsson
Ólafur Sigurgeirsson
Þórunn Lárusdóttir