Ferð í Hrómyndarey

Fyrsta ferð Ferðafélags Austur-Skaftafellssýslu á þessu ári var farin í lok mars í Hrómundarey í Álftafirði. Um 38 manns á 12 jeppum tóku þátt í ferðinni. Við vorum heppin með veður og ferðin tókst í alla staði mjög vel sagði Jón Stefán Friðriksson, færð var fín eftir sandinum og virkilega gaman að fara þarna og margir fallegir staðir á leiðinni norður í Hrómundarey. Þegar kom nokkuð áleiðis eftir sandinum ókum við fram á tundurdufl sem var að mestu á kafi í sandinum alveg á akstursleiðinni og eftir útlitinu að dæma gæti það verið virkt. Þegar út í Hrómundarey kom voru systurnar Magga og Ragna Pétursdætur með ýmsan fróðleik fyrir okkur um svæðið þarna sem þær höfðu tekið saman og nestinu var að sjálfsögðu gerð góð skil. Búið er að láta Landhelgisgæsluna vita um duflið.

Sjá heimasíðu Ferðaféalgs Austur Skaftafelssýslu