Ferðaáæltun Ferðafélags barnanna 2011

Ferðaáætlun Ferðafélags barnanna 2011 kemur út í bæklingi sem gefin verður út og er einnig kynnt nánar hér á heimasíðunni allir.ut

Þær dagsferðir sem boðið verður upp á eru:

Barnavagnavika FÍ í maí
Barnavagnavika FÍ og Ferðafélags barnanna stendur yfir 9. – 13. Maí.  Þá verður gengið frá Perlunni um Öskjuhlíð. Gönguferðir með barnavagna og kerrur eru alla daga vikunnar og ávallt kl. 12.30.  Gönguferðirnar eiga að vera léttar og skemmtilegar, með léttum æfingum og teygjum inn á milli,  ca 90 mínútur hver gönguferð.  Fararstjóri eru Auður Kjartansdóttir.  

Barnavagnagöngur á þriðjudögum í allt sumar
Í allt sumar.  Ferðafélag barnanna býður upp á barnavagnagöngur í allt sumar á þriðjudögum kl. 12.30.  Lagt er af stað frá Perlunni og gengið um Öskuhlíð.  Tilvalið að fá sér hressingu að lokinni gönguferð í góðum félagsskap.  Þátttaka ókeypis, allir velkomnir.

Leikskólagöngur á Esjuna
Júní.  Ferðafélag barnanna býður leikskólum upp á gönguferð á Esjuna með fararstjórn.  FB annast umsjón og skipulag með ferðinni en farið er í létta, skemmtilega gönguferð í Esjuhlíðar, farið í leiki, sungið og að lokum grillað.  Verð kr. 2000 fyrir barn, innifalið, rúta, fararstjórn og grillveisla.  

Fuglaskoðunarferð á Gróttu
 Um miðjan maí fara allir með út að skoða fugla, telja fugla, teikna fugla og semja ljóð um fugla.  Fuglafræðingar mæta og fræða þátttakendur um fuglanna.

Esjudagur fjölskyldunnar 5 júní – FÍ VISA
Boðið verður upp á gönguferðir á Esjuna í fylgd fararstjóra frá FÍ þann 5 júní. Mæting klukkan 13:00 á bílastæðin við Esjuna. Ferðafélag baranna býður öllum börnum ókeypis gögnuferð í grunnbúðir og 1. búðir Esju. Jarðfræðingar, sagnfræðingar og fjallafararstjórar mæta. Fjölskylduskemmtun á bílastæði við Mógilsá. Ratleikur (leitin að silfri Egils), skógarganga, umhverfisfræðsla og fleira. Boðið verður upp á fjallakákó og íslenskar veitingar. Sjá einning um Esjudaginn á www.fi.is

 Þátttaka er ókeypis, allir velkomnir.

Vonumst til að sjá ykkur öll.

 

Álfar og tröll – Vífilsfell um jónsmessu

Ferðafélag barnanna býður upp á gönguferð á Vífilsfell um Jónsmessu, föstudaginn 24 júní. Lagt af stað kl. 18 frá Mörkinni 6 á einkabílum.  Álfadans og leikir, lifandi tónlist og dulúðleg stemming.  Þátttaka ókeypis, allir velkomnir. Álfar og tröll mæta í gönguna, gítarspil og harmonikkuleikur.

Fjölskylduferð um Laugarveginn  19 - 23 júlí.

Fjölskylduferð um Laugarveginn í sumar. Ferðafélag barnanna býður upp á fjölskylduferð um Laugarveginn 19. - 23. júlí í sumar. Tilvalin ferð fyrir alla fjölskylduna með frábærum fararstjórum þeim Þórði og Fríðu.

Fararstjórar: Þórður Marelsson og Fríður Halldórsdóttir.

Fjölskylduferð um vinsælustu gönguferð landsins, gist í skálum og farangur fluttur milli staða. Fararstjórarnir halda uppi stemmingu af sinni alkunnu snilld með ýmsum leikjum, æfingum og sprelli. Tilvalin ferð fyrir alla fjölskylduna.

Verð: 50.000 fyrir fullorðin, kr. 20.000 fyrir börn.

Innifalið: gisting, trúss og fararstjórn.

Skráning á skrifstofu FÍ.

Berjaferð í ágúst

Aðventuferð í Þórsmörk fyrstu helgina í desember – jólaskraut

Blysför Ferðafélags barnanna á milli jóla og nýárs