Ferðaáætlun 2019 komin út

Prentað eintak ferðaáætlunar FÍ 2019 er komið út og er í dreifingu til félagsmanna. Ritið er veglegt, hartnær 100 blaðsíður, stútfullt af spennandi ferðum fyrir alla aldurshópa.  Í boði eru sumarleyfisferðir, dagsferðir, helgarferðir, fjallaskíðaferðir, úrval fjalla- og hreyfiverkefna auk áætlunar Ferðafélags barnanna og FÍ Ung.


Sem fyrr segir fá félagar í Ferðafélagi Íslands ferðaáætlunina senda til sín en einnig er hægt er að nálgast ritið á skrifstofu FÍ.  Fyrir þá sem kjósa að vera pappírslausir þá er hægt að nálgast PDF útgáfu af ferðaáætluninni hér.

Bókanir í ferðir
Ferðaáætlun FÍ kom á vef FÍ í byrjun desember sl. og þá um leið var hægt bóka sig í ferðir. Óhætt er að segja að bókanir hafi farið vel af stað því nú þegar hafa ýmsar ferðir selst upp eða eru því sem næst fullbókaðar. Við hvetjum fólk því að huga að bókunum sem fyrst til þess að tryggja sér pláss í draumaferðina.

 

Ferðaáætlun 2019