Ferðaáælun Ferðafélags Íslands 2008
Ferðaáætlun FÍ 2008 er nú komin út. Í ferðaáætluninni er að finna á annað hundrað gönguferðir um náttúru Íslands. Ferðum í áætluninni er skipt í dagsferðir, helgarferðir, sumarleyfisferðir og svo er einnig að finna jeppaferðir og skíðaferðir. Í ferðaáætluninni nú er mikið úrval af gönguferðum, bæði léttum gönguferðum sem og krefjandi fjallgöngum á hæstu tinda landsins.
Aukið framboð af dagsferðum er að finna í áætluninni.
Í ferðum FÍ er ávallt lögð áhersla á trausta og góða fararstjórn þar sem fararstjórar félagsins miðla af þekkingu sinni og reynslu, t.d. um sögu, menningu og náttúru landsins.
Hefðbundin sumarleyfisferð FÍ er 4 8 daga gönguferð í náttúru landsins þar sem gist er í skálum eða tjöldum, farangur fluttur á milli staða og þátttakendur bera léttan dagpoka með nesti og hlífðarfatnaði.
Gönguferðir FÍ um íslenskar óbyggðir njóta vaxandi vinsælda og sífellt fleiri sem stunda fjallamennsku.
Það eru allir velkomnir í ferðir með FÍ en félagsmenn njóta sérkjara.
Árgjald FÍ 2008 er kr. 4.900. Félagsmenn í FÍ njóta margvíslegra kjara, fá afslátt í ferðir og skála félagsins, fá árbók FÍ innifalið í árgjaldi og fá afslátt í fjölmörgum verslunum. Hægt er að skrá sig í FÍ með því að senda tölvupóst með nafni, kt. og heimilsfangi á fi@fi.is
Ferðaáætlunni er dreift í 66.000 eintökum, meðal annars í pósti til allra félagsmanna.
Ferðaáætlunin er einnig á heimasíðu Ferðafélagsins www.fi.is
Fjölmargra nýjunga er að finna í ferðaáætluninni. . Auk sígildra dags- og sumarferða sem alltaf njóta vinsælda, eru í boði ýmsar ferðir þar sem klifið verður á hæstu tinda.
Sá hópur sem stundar útivist af einhverjum toga breikkar og fer sístækkandi og tekur ferðaáæltun FÍ mið af því. Bæði eru sérstakar unglingaferðir og svo ferðir fyrir eldra fólk aukinheldur sem boðið einnig upp á ferðir þar sem kynslóðirnar sameinast.
Helgar- og sumarleyfisferðirnar í áætlun þessa árs eru fjölmargra. Meðal nýjunga má nefna þriggja daga ferð um matarkistuna við Breiðafjörð, þar sem höfð verður viðkoma á bæjum á Skarðströnd og í Reykhólasveit þar sem heimafólk nýtir enn hlunnindi og lifir af því sem landið gefur.
Ferðir á Hornstrandir skipa jafnan stóran sess í Ferðaáætlun FÍ. Þar fer leiðtoginn Guðmundur Hallvarðsson fyrir fyrir góðum hópi fararstjóra og fjölbreyttu úrvali ferða, enda er náttúran á nyrstu ströndum fæstu lík og heillandi eftir því. Í júlí er á dagskránni ferð um slóðir stríðsminja, hvalveiðistöðva og síldarævintýra í Sléttuhreppi á Hornströndum þar sem Sigríður Lóa Jónsdóttir er fararstjóri. Sæludagar í Hlöðuvík, Saga, byggð og búseta og Jóga og jónsmessa eru einnig á meðal áhugaverðra Hornstrandaferða.
Auk hálendisferða, má svo meðal annars nefna fjögurra daga ferð Ólafs Arnar Haraldssonar frá Bláfjallahálsi, með jökli um Jarlhettur og niður að Laugarvatni, ferð þar sem gæði og þjónusta eru í öndvegi. Þá er breytt fyrirkomulag í fjögurra daga ferð Páls Guðmundssonar um verslunarmannahelgina um Héðinsfjörð, Hvanndali og aðrar eyðibyggðir yst á Tröllaskaga.
Þá eru ónefndar unglingaferðir, ömmu og afaferðir og kvennaferðir.
Um miðjan september bjóða þeir Valgarður Egilsson og Páll Ásgeir Ásgeirsson upp á draugaferð í Hvítárnes, en margir þykjast hafa skynjað reimleika í skálanum þar. Þá er boðið upp á páska- og skíðaferðir og má þar nefna skíðaferð með Sigrún Valbergs á Hesteyri yfir páskana svo og fjallaskíðaferðir með Jökli Bergmann.
Sífellt meira er lagt upp úr þjónustu í ferðum FÍ, til dæmis fæði og að farangur sé trússaður milli áfangastaða og er það í samræmi við auknar kröfur ferðalanga um gæði og þjónustu.