Ferðaáætlun FÍ 2009
Ferðaáætlun FÍ 2009 kemur út föstudaginn 23. janúar og er dreift til félagsmanna FÍ ásamt fréttabréfi. Þá er Ferðaáætluninni einnig dreift með Morgunblaðinu laugardaginn 31. janúar.
Í Ferðaáætluninni verður að finna upplýsingar um sumarleyfisferðir FÍ, helgarferðir, dagsferðir, kvöldferðir, skíða páska jeppa og hjólaferðir.
Að venju eru á dagskrá fjölmargar sígildar ferðir svo sem um Laugaveginn, Fimmvörðuháls, Hornstrandir og Morgungöngur FÍ svo og ýmsar nýungar og má þar nefna María María fjölskylduferðir í Þórsmörk, Fimm tindar með FÍ, Örferðir FÍ, Barnavagnaviku FÍ og margt fleira.
Sama dag og áætlunin kemur út verður byrjað að bóka í ferðir FÍ. Áætlunina verður jafnframt að finna í ferðadagskrá á heimasíðu FÍ sem og á pdf skjali á heimasíðunni.