Ferðaáætlun FÍ 2009

Ferðaáætlun FÍ 2009

Ferðaáætlun FÍ 2009 kemur út  föstudaginn 23. janúar og er dreift til félagsmanna FÍ ásamt fréttabréfi. Þá er Ferðaáætluninni einnig dreift með Morgunblaðinu laugardaginn 31. janúar. 

Í Ferðaáætluninni verður að finna upplýsingar um sumarleyfisferðir FÍ, helgarferðir, dagsferðir,  kvöldferðir, skíða – páska – jeppa og hjólaferðir. 

Að venju eru á dagskrá fjölmargar sígildar ferðir svo sem um Laugaveginn, Fimmvörðuháls,  Hornstrandir og Morgungöngur FÍ svo og ýmsar nýungar og má þar nefna María María fjölskylduferðir í Þórsmörk, Fimm tindar með FÍ, Örferðir FÍ, Barnavagnaviku FÍ og margt fleira.  

Sama dag og áætlunin kemur út verður byrjað að bóka í ferðir FÍ.  Áætlunina verður jafnframt að finna í ferðadagskrá á heimasíðu FÍ sem og á pdf skjali á heimasíðunni.