Ferðaáætlun FÍ 2010

Ferðaáætlun FÍ 2010 Nú er hafin undirbúningur að útgáfu Ferðaáætlunar Ferðafélags Íslands fyrir árið 2010 sem kemur út í byrjun næsta árs.

Ferðaáætlun FÍ er prentuð í 70.000 eintökum og markar upphaf hvers ferðaárs hjá þúsundum Íslendinga. Áætluninni er dreift með heilu upplagi af Morgunblaðinu og heim til ríflega 8.000 félagsmanna FÍ auk þess að liggja frammi á fjölda staða um allt land. Þá er hún einnig aðgengileg hér á vefsíðu FÍ á PDF formi.

Í ritinu er að finna yfirlit yfir ferðir ársins og starfsemi Ferðafélagsins í máli og myndum.Hægt er að birta auglýsingar í Ferðaáætlun FÍ og þannig geta auglýsendur komið skilaboðum með beinum hætti til sífellt stækkandi markhóps er stundar útivist og ferðalög.

Frekari upplýsingar veitir Bjarni Freyr í síma 866-4086 en einnig má senda tölvupóst á netfangið bjarni@fi.is.