Í ársbyrjun gaf FÍ út ritið Í náttúrunnar stórbrotna ríki og segir í ritinu frá óbyggðaferð á fjallabílum um Brúaröræfi frá 1954, í Hvannalindir, Herðubreiðarlindir og Öskju. Ingólfur Einarsson ritaði ferðadagbók í ferðinni og eru þær lýsingar nú gefnar út, ásamt myndum úr ferðinni og kortum.
Ingólfur ritaði dagbækur frá ferðum sínum í nær tvo áratugi, en ferðin inn á Brúaröræfi er sú eftirminnilegasta að hans sögn. Hann er heiðursfélagi í Hinu íslenska náttúrufræðifélagi. Gerður var yngsti þátttakandinn í óbyggðaferðinni og ritar formála að dagbókinni.
Ferðadagbókin fæst á skrifstofu FÍ.