Ferðadraumar

Flest okkar muna æskudrauma um ferðir til fjarlægra staða og hvernig fjöll og fegurð landsins náðu olafhardreinhverjum undarlegum og sterkum tökum á okkur. Ekki þurfti nema að ganga upp í svolitla brekku þar sem útsýnis naut og þá þreyttumst við aldrei á að horfa yfir fallegt land og finna hvernig víðáttan togaði í okkur. Og einhvern veginn læddist að okkur sú tilfinning að fjarskinn og frelsið ættu samleið. Síðan þegar við stækkuðum varð okkur æ oftar litið á fjallið, bæði það sem stóð skammt ofan við heimilið okkar og háa tindinn langt úti við sjóndeildarhring. Og þá fannst okkur jafnvel að ögrun og sætur sigur gætu átt samleið. Þegar við urðum fullorðin skildum við að glíman við fjallið er glíman við okkur sjálf og mesta ánægja ferðarinnar er samveran með góðum ferðafélögum.

Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands er ætlað að kveikja ferðalöngun og láta síðan ferðadraumana rætast.

Með kveðju
Ólafur Örn Haraldsson
Forseti Ferðafélags Íslands