Ferðafélag barnanna - fuglaskoðunarferð 17. maí

Fuglaskoðun og fjöruferð. Álftanes

17. maí. Kl. 16:00-18:00

Á Uppstigningardag fara allir út á Álftanes að skoða fugla, telja fugla, teikna fugla og semja ljóð um fugla. Fuglafræðingur fræðir þátttakendur um fugla og fjörulíf. Gott er að taka með eitthvað til að nasla í og jafnvel fötu, skóflu og stækkunargler.

Mæting: Hist á einkabílum á bílastæðinu við Bessastaðakirkju á Álftanesi kl. 16:00. Ferðin tekur um 2 klst Óþarfi að skrá sig hjá FÍ.

Þátttaka ókeypis og allir velkomnir.