Ferðafélag barnanna í Noregi 10 ára

Ferðafélag barnanna í Noregi átti 10 ára afmæli á aðfundi norska Ferðaféagsins. Starf Ferðafélags barnanna í Noregi hefur verið afar blómlegt og fjölbreytt og leitt til þess að fjölmörg börn og unglingar hafa tekið þátt í ferðum og útiveru af ýmsu tagi og kynnst norskri náttúru.

Í tilefni af afmælinu fengu allir gestir fundarins kökusneið af Turbo fjallaref sem er  merki Ferðafélags barnanna.  Björgvin Hrannar 10 ára íslendingur skar fyrstu kökusneiðina ásamt Tom Ivar Bjern formanni DNT sem tilkynnti um stofnun Ferðafélags barnanna á Íslandi við mikinn fögnuð fundargesta.