Ferðafélag barnanna: John Snorri talar um K2

Sunnudaginn 14. janúar ætlar fjallagarpurinn John Snorri að vera með ævintýralega myndafrásögn fyrir alla krakka. 

Myndasýningin hefst kl 14 í sal FÍ, Mörkinni 6 og fjallar um leiðangur John Snorra á eitt hættulegasta fjall jarðar, K2. Hann segir okkur frá því hversu kalt og erfitt það er að ganga á K2, af hverju fjallið er svona hættulegt og hvernig í ósköpunum hann þorði þessu!

Af hverju tekur margar vikur að labba á eitt fjall? Er nóg að vera í góðum ullarfötum og gönguskóm? Hvernig nesti var hann með? Af hverju þurfa háfjallagarpar að vera með súrefnisgrímur?

John Snorri svarar þessu öllu og líka því hvort hann gat séð allan heiminn af tindinum.

Öll börn og fjölskyldur þeirra eru hjartanlega velkomin.

Verð: 1.000 kr. fyrir fjölskyldu.

Kaupa miða