Ferðafélag Fljótsdalshéraðs 40 ára

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs fagnar 40 ára afmæli sínu laugardaginn 19. september n.k. Þessara tímamóta verður minnst með vígslu nýs skála í Loðmundarfirði. Vígslan sem jafnframt er afmælisveisla hefst kl. 14.00. Ferðafélag Íslands óskar félaginu innilega til hamingju með áfangann en fulltrúar FÍ munu sækja afmælisbarnið heim á þessum merku tímamótum.
Ferðafélag Fljótsdalshéraðs er deild í Ferðafélagi Íslands. Félagið á og rekur sjö gistiskála. Sá nýjasti þeirra er í Loðmundarfirði og er hann eins og skálarnir í Breiðuvík og Húsavík, rekinn í samstarfi við ferðamálahópinn á Borgarfirði eystra.
Einnig hefur félagið gefið út gönguleiðakort fyrir Fljótsdalshérað, Jökudalsheiði, Út Hérað og Vopnafjörð, nágrenni Snæfells og nágrenni Kverkfjalla. Kortin fást í skálunum, á upplýsingamiðstöð ferðamála á Egilsstöðum og víðar. Þar er  einnig hægt að fá gönguleiðakort af Víknaslóðum ásamt lýsingum á gönguleiðum.
Formaður Ferðafélags Fljótsdalshéraðs er Þórhallur Þorsteinsson en hann hefur gegnt því embætti um áratuga skeið.

Sigurðarskáli-450
Sigurðarskáli í Kverkfjöllum er eitt af höfuðvígjum Ferðafélags Fljótsdalshéraðs.