10.02.2010
Fimmtíu manns í fyrstu göngu FerðafélagsinsFyrsta gönguferð Ferðafélags Ísafarðar var farin á sunnudag en félagið var nýlega endurreist. Það var upphaflega stofnað 1949. Um 50 manns mættu í gönguna ásamt 3 ferfætlingum og var fararstjórn í höndum Þrastar Jóhannessonar. Gengið var frá skála Skíðafélags Ísafjarðar á Seljalandsdal og upp á Sandfell og um nágrenni þess. Skoðaðar voru minjar um forna frægð, meðal annars stökksvæðið gamla og leifar gamallar skíðalyftu sem enn má sjá merki um. Segja má að veðrið hafi leikið við göngugarpana og var göngufæri mjög gott. Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Pálsson.