Ferðafélag Íslands aflýsir ferð á Miðfellstind

Vegna veðurs getum við ekki haldið á Miðfellstind þessa helgina.

 Við erum búnir að skoða ýmsar veðurspár og samkvæmt þeim sýndist okkur í gær að hugsanlega hefði komið gluggi á sunnudeginum en nú þegar nær dregur snýr þetta þannig að þó dregið hefur eitthvað úr úrkomu þá er enn bæði þykk lágskýjahula yfir svæðinu sem og 20 m/s vindur á Öræfajökli sem segir okkur hvernig þetta verður einnig á tindaröð Morsárdals.

 Í ljósi þess er greinilegt að bæði verður ekki skyggni sem og mikill vindur. Hvorugt er ákjósanlegt þegar farið er um svæði þar sem þvera þarf brattar brekkur og þræða mjóa hryggi með þverhnípi sitthvoru megin.

 Fyrir áhugasama er hægt er að sjá sérreiknaða björgunaraðgerðarveðurspá á: https://www.sarweather.com/forecast/result/20130430-125505-3024dc3ed222/static/cloud_cover_low/74 *

 *Athugið að þetta eru sérpantaðar spár fyrir björgunaraðila og almannavarnir og því getur fólk ekki pantað hvaða svæði sem er.

 Fjallakveðja,

 Guðmundur F. Jónsson, Arnar Jónsson og Óðinn Árnason