Kæri viðtakandi,
Nýtt félag hefur tekið við rekstri ferðaþjónustunnar í Húsadal í Þórsmörk. Félagið heitir Stjörnunótt ehf (kt. 601211-0680) og er í eigu þeirra Bjarna Freys Bárusonar, Brynjólfs Flosasonar og Magnúsar Más Einarssonar. Stjörnunótt leigir aðstöðu og rekstur í Húsadal af Ferðafélagi Íslands sem nýverið keypti aðstöðuna af Kynnisferðum.
Starfsemin í Húsadal verður kynnt undir formerkjunum "Eldfjallaskálarnir í Húsadal" eða "The Volcano Huts Thorsmork". Á vefsíðunni www.huts.iniceland.is eru allar nánari upplýsingar um starfsemina. Til stendur að bæta smátt og smátt við þá aðstöðu sem fyrir er og efla þjónustuna við dvalargesti í Húsadal.
Þjónusta og ferðir í Húsadal
Húsadalur er upphafs og endapunktur gönguleiðanna yfir Fimmvörðuháls og Laugaveginn, á milli Þórsmerkur og Landmannalauga, auk fjölda annarra gönguleiða. Þar er gistipláss í smáhýsum, fjallaskálum, í eins og tveggja manna herbergjum og á tjaldstæðum fyrir hópa og einstaklinga. Eldunaraðstaða er á staðnum fyrir hópa og einstaklinga.
Verslun og veitingastaður eru á staðnum auk þess sem þar er hægt að komast í sturtur, gufubað og heitan pott eftir langan dag á fjöllum.
Hægt er að komast í Húsadal með Kynnisferðum / Reykjavik Excursions sem fara tvisvar á dag frá BSÍ og Hvolsvelli yfir sumarmánuðina 15. júní - 31. ágúst og einu sinni á dag 1. sept - 15. sept.
Samstarf við ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur
Ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur geta nýtt alla þá aðstöðu sem í boði verður í Húsadal og geta bókað gistingu og aðra þjónustu.
Þessa dagana erum við í óða önn að undirbúa starfsemina í Húsadal og vonumst til að sjá ykkur sem flest og eiga við ykkur gott samstarf.
Endilega hafið samband varðandi, verðskrá, bókanir og allar frekari upplýsingar.
Kær kveðja
Bjarni Freyr
Framkvæmdastjóri
S: 866 4086
@: bjarni@iniceland.is
- - - - -
Eldfjallaskálarnir Húsadal / The Volcano Huts