Ferðafélag Íslands kynnir áhættumat fyrir fjölmargar gönguleiðir

 

Ferðafélag Íslands kynnir áhættumat fyrir fjölmargar gönguleiðir á landinu

Undanfarin  ár hefur orðið sprenging í ástundun Íslendinga í gönguferðir og almenna útivist um allt land. Ferðafélag Íslands hefur undanfarna mánuði í samvinnu við tryggingafélagið VÍS unnið að gerð áhættumat fyrir allar helstu gönguleiðir Esjunnar, með það fyrir augum að upplýsa göngufólk sem ætlar að ganga á Esjuna um þær hættur sem þau mega búast við á viðkomandi gönguleið. 

Á höfuðborgarsvæðinu sjáum við það best í aukinni ásókn fólks í að ganga upp á Esjuna. Fyrir nokkrum árum fóru að meðaltali 4-5 þúsund manns upp á Esjuna á ári hverju en í dag er sá fjöldi kominn í 20-30 þúsund manns. Aukin ásókn í ýmsar gönguleiðir Esjunnar hefur leitt til þess að tíðni slysa á göngufólki hefur aukist á einhverri af fjölmörgu gönguleiðum í fjallinu, allt frá því að vera minniháttar yfir í mjög alvarleg slys. Aðrar þættir sem hafa þar áhrif er að göngufólk er misreynt og staðarkunnugt um hættur í fjallinu á gönguleiðunum. Auk þess hefur borið á því að fólk hefur ekki verið nógu vel útbúið fyrir gönguleiðirnar miða við aðstæður og vedur í fjallinu.

 Áhættumatið gengur út á hverri gönguleið í skipt niður í ákveðna hluta og mögulegar hættur í hverju hluta greindur. Síðan er líkurnar á hættunni og alvarleika hennar metin með því að reikna út ákveðna vátölu fyrir viðkomandi hættusvæði. Fyrir aftan hverja vátölu getur svo fólk séð til hvaða forvarnaaðgerða skal grípa til þegar gengið er um viðkomandi svæði. Þannig getur göngufólk séð hvar hætturnar í gönguleiðinni liggja og varast þær um leið.

Áhættumat þetta er unnið i kjölfar á því að Ferðafélag Íslands er í innleiðingarferli á Vakanum – umhverfis- og gæðastjórunarferli Ferðamálastofu.   

Ferðafélagið vill með  vinnu við áhættumati þessu sýna frumkvæði í efla öryggi í gönguferðum á Íslandi og því geta allir sem vilja ganga á Esjuna nálgast áhættumatið á heimasíðu félagsins. Markmið félagsins er að gert verði áhættumat fyrir allar skipulagðar gönguferðir á vegum félagsins og er sú vinna með vinsælustu ferðirnar nánast lokið. Það sýn félagins að vera leiðandi í bættri öryggismenningu/öryggisvitund fólks er snýr að gönguferðum og annarri útivist.

Þetta er framlag Ferðafélagsins í að efla áherslur á öryggismál enn frekar í sinni starfsemi og mun þessi vinna halda áfram að þróast á næstunni. Ferðafélagið og VÍS vona að aðrir aðilar innan ferðaþjónustunnar  geti nýtt sér þessa vinnu og fetað í sömu fótspor.

Skoða mat einstakra gönguleiða >>