Ferðafélagar, útivistarunnendur og fjallagarpar boðnir á sýningu í World Class Laugum

Velkomin í World Class Laugum Laugardaginn 13. febrúar kl. 14 – 17 býður World Class í Laugum í samstarfi við Ferðafélag Íslands upp á sýningu á skiltum sem Ferðafélag Íslands hefur sett upp á vinsælustu gönguleiðum landsins, Laugveginum og Fimmvörðuhálsi og auk þess á Hvannadalshnúk.  Sýningin er öllum opin og er aðgangur ókeypis.

Sumarið 2007 tók  Ferðafélag Íslands í noktun ný og afar vegleg skilti sem voru upp við skála félagsins á Laugaveginum með fulltingi Menningarsjóðs VISA Íslands.  Sumarið 2009 voru sett upp skiti við Fimmvörðuháls og við Hvannadalshnúk, einnig með stuðningi VALITOR og VISA.

Um er að ræða nýjung í merkingu gönguleiða á Íslandi og nýjung í skiltagerð hér á landi. Skiltin eru hönnuð þannig að í grunninn eru þrívíddarmyndir af landslaginu, á grunninn eru síðan lagðar ljósmyndir sem síðan eru málaðar af listamanni og loks eru færðar inn upplýsingar um örnefni, skála og fleira gagnlegt á kortið. 
 

Sumarið 2007 setti Ferðafélag Íslands upp 10 ný skilti á Laugaveginum með stuðningi menningsarsjóðs Visa Íslands. Nú eru skiltin aðgengileg hér á heimasíðu FÍ og unnið er að uppfæra og endurnýja upplýsingar um Laugaveginn.

Sjá Fréttatilkynningu frá FÍ vegna uppsetningu skiltanna.

Föstudaginn 13. júlí vígir Ferðafélag Íslands ný og afar vegleg skilti sem sett hafa verið upp við skála félagsins á Laugaveginum með fulltingi Menningarsjóðs VISA Íslands. 

Athöfnin fer fram við skálann í Landmannalaugum og hefst kl. 14.00.

Um er að ræða nýjung í merkingu gönguleiða á Íslandi og nýjung í skiltagerð hér á landi. Skiltin eru hönnuð þannig að í grunninn eru þrívíddarmyndir af landslaginu, á grunninn eru síðan lagðar ljósmyndir sem síðan eru málaðar af listamanni og loks eru færðar inn upplýsingar um örnefni, skála og fleira gagnlegt á kortið.   Umsjón með verkefninu hafði Páll Guðmundsson hjá FÍ og Inga Huld Sigurðardóttir hjá Visa Ísland.

Á skiltunum eru nákvæmar leiðarlýsingar á dagleiðum á þremur tungumálum, auk helstu upplýsinga um öryggisþætti, búnað og fleiri atriði sem ferðamenn varðar um á þessari tilkomumiklu gönguleið. Skiltin, sem eru alls 10 talsins, sýna leiðina um Laugaveginn frá Landmannalaugum í Þórsmörk og hafa verið sett upp við skála félagsins við Hrafntinnusker, Landmannalaugar, Álftavatn, Emstrur og Þórsmörk.
 

Bætt ferðamenning – aukið öryggi

Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélagsins, er mjög ánægður með þetta framtak. “Uppsetning þessara vönduðu skilta er þáttur í þeirri stefnu félagsins að auka  upplýsingaþjónustu við ferðamenn og bæta öryggi þeirra, en reynslan sýnir að þessi gullfallega leið getur verið varasöm ef ekki er rétt að farið.” Ólafur bendir á að tilkoma skiltanna sé líka innlegg í bætta ferðamenningu sem Ferðafélagið hafi unnið ötullega að á löngum ferli. “Við viljum gera okkar til að efla ferðamenningu og ferðagleði Íslendinga og annarra ferðalanga og vekja fólk til aukinnar vitundar um töfra landsins. Þar gegna vandaðar og aðgengilegar upplýsingar veigamiklu hlutverki. Ég vil sérstaklega þakka Menningarsjóði VISA Íslands, sem kostaði hönnun og gerð skiltanna, afar myndarlegan stuðning en án hans hefði verið ógerlegt að vanda svo vel til verka.” 

 

Vinsælasta gönguleið landsins

 

Laugavegurinn nýtur fádæma vinsælda sem gönguleið en hana fara á milli 6.000 og 8.000 manns á hverju sumri. Hefur Ferðafélagið byggt upp aðstöðu fyrir ferðamenn á Laugaveginum, skála, tjaldstæði og snyrtiaðstöðu. Laugavegurinn er rösklega 50 km langur og tekur hefðbundin gönguferð um leiðina 4 daga. Sérstaða leiðarinnar felst ekki síst í því hve fjölbreytt hún er, en m.a. er gengið um jökulsvæði, eyðimerkursanda og græna skóga.