Ferðafélagið Norðurslóð - fréttir af starfi deilda

Ferðafélagið Norðurslóð fór í fyrstu göngu ársins á laugardaginn, 29. janúar. Gengið var um Rauðanesið í Þistilfirði. Veður var prýðilegt, nokkurra stiga hiti og lygnt er komið var út á nesið. Göngufæri var gott þó kastað hefði éljum kvöldið áður. Þátttakendur nutu hressandi útivistar og fallegrar náttúru í vetrarbúningi.

Áhugaverð sumarleyfisferð hjá Ferðafélaginu Norðurslóð er ferð um Langanes - Font.  Skráning er hjá Ferðafélaginu Norðurslóð.

20. - 23. júní   Langanes - Fontur (tveir skór)

Ganga um friðsæla byggð sem var og eyðiþorp með mikla sögu, um lífleg fuglabjörg og út á ysta odda Langaness. Gist er eina nótt á farfuglaheimili en tvær nætur í tjaldi. Farangur fluttur milli gististaða, aðeins gengið með dagspoka. Ekki þarf að vaða ár.

1. dagur, mánudagur: Gengið frá farfuglaheimilinu Ytra-Lóni um svokallaðan eyðibýlahring og fræðst um sögu bæjanna og byggðarinnar. Kvöldverður og gisting á Ytra-Lóni. 14 km.

2. dagur: Fólki ekið upp á Heiðarfjall og ummerki ratsjárstöðvar varnarliðsins skoðaðar. Gengið þaðan með ströndinni um Hrolllaugsstaði og Skálabjarg að Skálum þar sem tjaldað er til tveggja nátta. 13 km.

3. dagur: Gengið frá Skálum út á Font, þaðan á norðanverðu nesinu í Skoruvík og aftur að Skálum. Slétt og gott gönguland. 24 km.

4. dagur: Frá Skálum er gengið þvert norður yfir nesið, út á Skoruvíkurbjarg sem iðar af fugli og litið á súlubyggðina í Stóra-Karli. Frá Stóra-Karli er ekið til baka að Ytra-Lóni.

Þátttakendur leggja sjálfir til tjöld og tilheyrandi búnað en á Skálum verður eldhústjald og eldunaraðstaða.

Nauðsynlegt er að skrá sig í ferðina í síðasta lagi 6. júní. Skráning hjá ffnordurslod@simnet.is.

Verð: 45.000 / 49.000

Innifalið er gisting og matur á Ytra-Lóni, trúss og fararstjórn.

Öxarfjörður út og suður ( bókast hjá FÍ )

Ferðir - RSS
Númer: S-20
Dagsetning: 19.7.2011
Brottfararstaður: Gistheimilið Kópaskeri
Viðburður: Öxarfjörður út og suður
Erfiðleikastig: Miðlungslangar dagleiðir (yfirleitt 5 – 7 klst.) oft í hæðóttu landi • bakpoki þarf ekki að vera þungur • engar eða auðveldar ár • þátttakendur þurfa að vera í nokkuð góðri þjálfunMiðlungslangar dagleiðir (yfirleitt 5 – 7 klst.) oft í hæðóttu landi • bakpoki þarf ekki að vera þungur • engar eða auðveldar ár • þátttakendur þurfa að vera í nokkuð góðri þjálfun
Lýsing:

NORÐAUSTURLAND  
Öxarfjörður út og suður – 2 skór

19. – 22. júlí, 4 dagar
Fararstjóri: Olga Gísladóttir

Ferð í samstarfi við nýstofnað ferðafélag á svæðinu, Ferðafélagið Norðurslóð.

1. dagur, þriðjudagur:Þátttakendur mæta á eigin vegum að gistiheimilinu Kópaskeri. Gengið frá Kópaskeri út að Snartastaðanúp, um Grímshöfn, Vörsluvík og fleiri víkur, með viðkomu í Kópaskersvita.

2. dagur: Ekið út að Blikalóni á Sléttu, gengið inn dularfullan Blikalónsdalinn, um töfrandi Melrakkasléttuna með vötnin mörgu allt suður til Kópaskers.

3. dagur: Gengið á Þverárhyrnu (eða meðfram fjallinu), niður Fremridal, yfir Fjallgarðinn og Hálsa, upp á Valþjófsstaðafjall og niður í Magnavík. Magnaður fjallasalur.

4. dagur: Gengið upp með Jökulsá að austan, að Gloppu og Valagilsá. Ofan í gljúfrin og upp úr þeim aftur. Fáfarnar slóðir í ævintýralegu umhverfi Jökulsárgljúfra.

Verð: 24.000 / 29.000
Innifalið: Gisting í svefnpokaplássi, flutningur á milli staða, fararstjórn.


 

til baka