Ferðagjöf og Ferðafélag Íslands

Eins og kunnugt er fá allir einstaklingar 18 ára og eldri Ferðagjöf að andvirði 5.000 krónur. Markmiðið með gjöfinni er að styðja við íslenska ferðaþjónustu og hvetja landsmenn til ferðalaga um landið.

Nú er hægt að nýta Ferðagjöfina hjá Ferðafélagi Íslands, meðal annars upp í ferðirnar okkar í sumar, gistipláss í skálum, á tjaldstæðum og til kaupa á vörum sem þar eru seldar.

Hægt er að nota Ferðagjöfina við greiðslu á þjónustu á heimasíðu FÍ. Einnig er hægt að nota smáforritið Ferðagjöf og skanna strikamerkið við kaup á vörum og þjónustu á eftirtöldum stöðum:

Í öllum skálum á Laugaveginum.

Í Hornbjargsvita

Í Nýjadal

 

Nánari upplýsingar um Ferðagjöfina