Um þessar mundir býður Ferðafélag Íslands upp á ferðakynningarkvöld þar sem fararstjórar fara yfir skipulag ferða og sýna myndir. Spennandi ferðir verða kynntar í máli og myndum á skýran og skorinorðan hátt. Tvær ferðakynningar eru búnar, 26. febrúar og 12. mars en nú er komið að næstu kynningu sem verður sem fyrr segir miðvikudaginn 3. apríl kl. 20:00 í risi FÍ, Mörkinni 6.
Þetta er góð leið til að fá nánari upplýsingar um ferðirnar, hitta fararstjóra og mögulega ferðfélaga og taka í kjölfarið upplýsta ákvörðun um gönguferðir sumarsins.
Græni hryggur og Hattver: Litadýrð að Fjallabaki
3 dagar, 26.-28. júlí
Fararstjóri: Örvar Þór Ólafsson
Nánari upplýsingar og skráning: https://www.fi.is/is/ferdir/graeni-hryggur-og-hattver
Jógaferð í Hornbjargsvita
4 dagar, 18.-21. júlí
Fararstjóri: Gróa Másdóttir
Nánari upplýsingar og skráning: https://www.fi.is/is/ferdir/jogaferd-i-hornbjargsvita
Saga, byggð og búseta: Aðalvík – Hesteyri
5 dagar, 13.-17. júlí
Fararstjóri: Ólöf Sigurðardóttir
Nánari upplýsingar og skráning: https://www.fi.is/is/ferdir/saga-byggd-og-buseta
Jógaferð í Lónsöræfi - aukaferð
4 dagar, 18.-21. ágúst
Farastjóri Edith Ólafía Gunnarsdóttir
Ferðin er aðeins öðruvísi uppbyggð en í ferðaáæltun, best að kynna sér ferðina hér: https://www.fi.is/is/ferdir/jogaferd-i-lonsoraefi-ii