Ferðakynningar framundan!

Hvert viltu fara í sumar? Á næstu vikum býður FÍ upp á svokölluð ferðakynningarkvöld þar sem fararstjórar fara yfir skipulag ferða og sýna myndir.

Á hverju kynningarkvöldi eru þrjár til fjórar ferðir kynntar í máli og myndum á skýran og skorinorðan hátt og hvert kynningarkvöld stendur aðeins í klukkustund.

Ertu með valkvíða eða ekki alveg viss hvert skal halda í sumar? Þá er þetta leiðin til að spá og spekúlera, hitta fararstjórana og mögulega ferðafélaga og taka í kjölfarið upplýsta ákvörðun um gönguferðir sumarsins :) 

Ferðakynningar - Dagskrá

Hér fyrir neðan má sjá hvaða ferðakynningar eru næst á dagskrá. Smellið á nafnið til að lesa nánar um ferðina. 

28. febrúar. Þriðjudagur

Græni hryggur og Hattver: Litadýrð að Fjallabaki
Hlöðuvík: Í núvitund með náttúrunni
Upplifðu Laugaveginn með Ingimar og Pétri

2. mars. Fimmtudagur

Árbókarferð eldri og heldri félaga um Ísafjörð og nágrenni
Árbókargöngur um Ísafjarðardjúp 
Upplifðu Þórsmörkina. Eldri og heldri ferð

6. mars. Mánudagur

Víknaslóðir
Lónsöræfi
Fjallgöngur í Lóni

20. mars. Mánudagur

Skaftártunga með Tungufljóti: Heiðar, vötn og saga
Náttúruperlur í Vestur-Skaftafellssýslu: Gengið með Hólmsá að Strútslaug 
Pílagrímaleið: Strandarkirkja-Skálholt

28. mars. Þriðjudagur

Jógaferð í Hornbjargsvita
Pílagrímaganga: Bær í Borgarfirði-Skálholt í Biskupstungum
Á slóðum stríðsminja og morðsögu: Hesteyri, Fljótavík og Aðalvík

3. apríl. Mánudagur

FÍ UNG. Hornbjargsviti 
FÍ UNG. Laugavegur 
FÍ UNG. Fimmvörðuháls