Ferðasaga úr Hvanngili

Hvanngil

Hólmfríður Kría Halldórsdóttir - 9 ára skrifaði þessa reynslusögu úr Hvanngili skála FÍ á Fjallabaki.

Eitt sinn þegar ég var sjö ára þá ákváðu mamma og pabbi að verða skálaverðir í Hvanngili á laugaveginum á fjöllum. Við lögðum af stað um morguninn. Öll fjölskyldan ég ,mamma, pabbi og Ketill svo vorum við auðvitað Með hundana Öglu og Iðu. Agla er bíl veik og gubbar í bílin þegar hún fer í hann (en það er að mestu farið núna ) og svo líður Iðu ekkert sérstaklega vel í bíl.Við keyrðum að Litlu kaffistofuni og fengum okkur að borða og keyrðum yfir Hellisheiði og fram hjá Hveragerði og Selfossi, en þar býr vinkona mömmu. Við stoppuðum á Hellu og Hvolsvelli. Svo komum við að ó malbikuðum vegi. Við keyrðum yfir margar djúpar ár, mjög djúpar. Við sáum Þórsmörk (Húsadal) hinumegin við árnar. Við keyrðum mjög lengi og yfir hæð. Þar sáum við fjall sem er eins og nashyrningur með tvö horn en heitir samt Einhyrningur.

Við keyrðum líka niður bratta brekku sem vegurin hafði myndað stórt emm niður alla brekkuna. Ein áin heitir Innri Emstruá.Hún var brúuð, enda dökk brún og hil djúp.svo komum við að enn einu fjallinu en þá var dag farið að lengja svo að skýin voru orðin bleik og fjólublá eins og slæður en þetta fjall var sérstakt því það var eins og risa STÓR hattur (tröllskessusæti eins og mamma sagði) og heitir líka eftir því. Fjallið heitir Hattfell. Nú var ég orðin mjög þreytt enda við búin að keyra hálfan daginn. Við sáum afleggjarann niður að Emstrum. Við keyrðum yfir enn eina ána og hún var mjög fallega blá. Enda heitir hún Bláfjallahvísl. Við keyrðum aðeins lengra þá komum við að síðustu ánni. Hún var með göngubrú en enga bílabrú. Um hverfis vaðið var búið að raða stórum grjót hnullungum sem að seinna kom í ljós að maður gæti notað þá til að vita hvort maður kæmist yfir ánna. Botnin á þessari á var mjög grýttur en við komumst yfir hana og upp brekkuna sem var fyrir ofan ánna. Svo sáum við þak toppanna á hvítu þaki Hvanngils. Við fjölskyldan keyrðum létt í lund inn Hvanngil. Sjálft Hvanngil var fjalla gil með bjargi vinstra megin en hægra megin var hvangilshnausinn fagri.í miðjuni sást svo glitta í Hrafntinnusker. En fyrir utan skálann var eittkvað fólk og það vildi komast inn í skálann. Við opnuðum skálann og hleyftum fólkinu inn. Við kíktum líka inn og skoðuðum þennan stóra skála. Þar blasti við risa stór gangur. Svo kom brún hurð . við hliðina á hurðinni var rauður kassi sem á stóð aðstöðugjald. Fólkið á að setja peninga í kassan. Svo blasti við risa stórt eldhús. Sitt hvoru megin við eldhúsið stóra voru tvö tuttugu manna herbergi með kaujum með framm veggjunum. Í miðju herbergjana voru borð og bekkir sitt hvoru megin við borðið. Við löbbuðum upp stigann. Þar var lítið opið þrep. Þar voru margar dínur. Sitt hvoru megin voru hurðir. Inni í herbergjunum sem voru uppi þar voru engar kaujur heldur bara dínur og borð og bekkir eins og niðri. Við löbbuðum aftir niður og að skálarvarðar skálanum. Svo opnuðum við skálavarðar skálan sem var svo lítill að hann kæmist léttilega inn í borðstofuna heima. Fyrst kom gangurinn í húsinu lítið ferhyrnt herbergi sem að vagga lítils barns kæmist inn í en ekki hjónarúm. Næst kom hvít þykk hurð með gati á inn í pínu lítið eldhús með pínu litlum borðplötum sem héngu á veggnum. Það voru nokkrir stólar kringum þessar borðplötu. Innst var rúllu hurð. Þar var hjónarúm og  tvö barnarúm á veggnum. Alveg eins og byggt fyrir okkur ég lagðist upp í rúm og sofnaði en ákvað að hér myndi verða gaman.

Sjá fleiri myndir