Fimmvörðuháls 14-15.júní.
Lagt af stað að morgni laugardags kl. 8 frá Mörkinni 6 að Skógum undir Eyjafjöllum og gengið yfir Fimmvörðuháls og í Þórsmörk. Rútan flytur farangur í Langadal og sækir göngumenn þar sem komið er niður í Þórsmörk. Gist í Skagfjörðsskála. Farið í morgungöngu á sunnudegi og haldið til Reykjavíkur um hádegi.
Verð: 17.000 / 20.000
Innifalið: Gisting, rúta, fararstjórn og grillveisla.
Konungsvegurinn 15.júní
Fararstjórar: Ólafur Örn Haraldsson og Eva G. Þorvaldsdóttir.
Brottför frá Grasagarðinum í Reykjavík kl. 10.
Mæting í Grasagarðinn kl. 9, og er þar fræðsla um blóm og plöntur og boðið upp á grasate.
Konungsvegurinn frá Laugarvatni að Geysi. Ekið í fornbílum frá Reykjavík. Komið við í nýrri kirkju hjá Bjössa í Úthlíð. Gengið að hluta til eftir gamla veginum. Sérstök fræðsla um blóm á samnorrænum degi villtra blóma.
Dagur villtra blóma á Norðurlöndum er haldinn hátíðlegur alls staðar á Norðurlöndunum sunnudaginn 15. júní 2008. FÍ og Grasagarður Reykjavíkur standa sameiginlega að Degi villtra blóma. Lærið að þekkja algengar íslenskar plöntutegundir og kynnist gróðri landsins. Gott er að hafa plöntuhandbók meðferðis. Leiðbeinandi Eva G. Þorvaldsdóttir forstöðumaður Grasagarðs Reykjavíkur.
Verð: 8000/10000
Innifalið: Farastjórn
Esjan endilöng 15.júní
Fararstjóri: Páll Ásgeir Ásgeirsson.
Gangan hefst í Svínaskarði, gengið eftir Móskarðshnjúkum, um Laufskörð, á Hábungu og Hátind og farið yfir Kerhólakamb og endað við Esjuberg.
Lagt af stað klukkan 8 frá Ferðafélaginu Mörkinni 6
Verð: 2000/4000
Innifalið: rúta, fararstjórn
Ennþá er laust í allar þessar ferðir skráning fer fram á skrifstofu Ferðafélagsins í síma 568-2533 eða á tölvupóst fi@fi.is