Fararstjórinn og leiðsögðumaðurinn Hjalti Björnsson er umsjónarmaður fjallaverkefnisins Alla leið sem margir þekkja. Nú stendur yfir skráning í verkefnið fyrir þetta árið en miðvikudaginn 8. janúar verður haldinn kynningarfundur. Við heyrðum stuttlega í Hjalta.
Fyrir hverja er Alla leið?
„Alla leið hentar fyrir alla sem vilja undirbúa sig fyrir há fjöll“ segir Hjalti. Og bætir við að það sé sniðið fyrir þau sem vilja undirbúa sig fyrir til dæmis Hvannadalshnúk.
Breytingar á Alla leið
Hjalti bendir líka á skemmtilegar breytingar á verkefninu þetta árið. Nú er til dæmis hægt að skrá sig allt árið eða bæði í Alla leið og haustgöngur Alla leið. Að auki er boðið upp á fleiri valkosti þegar kemur að jöklagöngunum og að mörg ný og spennandi fjöll séu á dagskránni.
En eru allir fullir sjálfstrausts þegar þeir leggja á fjöll?
„Nei, sumir eru lofthræddir á meðan aðrir óttast veðrið. En í góðum hópi þá yfirvinnur fólk iðulega óttann. Það er allaveganna óþarfi að láta hann stjórna því hvort fólk fari á fjöll eða ekki“ segir Hjalti. „Enda er það eitt af því skemmtilegasta við leiðsögumannastarfið að sjá fólk ná markmiðum sínum og geta meira en það bjóst við“.
Við minnum á kynningarfund Alla leið á miðvikudagskvöld í sal FÍ, Mörkinni 6, kl. 19:00