FÍ bækur á Bókamarkaði

Hægt verður að gera kostakaup á vel völdum bókum útgefnum af FÍ á Bókamarkaði Félags íslenskra bókaútgefenda sem hefst um helgina.


Bókamarkaðurinn er haldinn í stúkubyggingu Laugardalsvallar og hefst núna á laugardaginn 24. febrúar. Markaðurinn verður opinn alla daga frá kl. 10 til 21, í tvær vikur eða til sunnudagsins 12. mars.

Ferðafélag Íslands hefur áratugum saman tekið þátt í Bókamarkaðinum og svo verður einnig í ár. Á markaðnum verður hægt að kaupa nokkra vel valda titla, flest öll fræðslurit FÍ, nokkra árganga af árbókum FÍ og annað útgefið efni.

Leidir-Skalholtsbiskupa_Framhlid.jpg

Meðal fjöldamargra bókatitla FÍ sem hægt verður að kaupa á góðu verði eru: Gönguleiðir úr botni Hvalfjarðar, Fjallgönguleiðir við Glerárdal, Fornar hafnir, Selvogsgata og Krýsuvíkurleiðir, Afreksfólk öræfanna, Leiðir Skálholtsbiskupa um Lyngdalsheiði og einstakur safndiskur með söngvísum og svipmyndum af Sigurði Þórarinssyni, vísindamanni sem heitir: Kúnstir náttúrunnar.

Selvogsgata_Framhlid.jpg