Ferðafélag Íslands býður upp á FÍ fjör í Esjunni næstu mánuði. Um er að ræða ókeypis gönguferðir með fararstjórn á Esjuna, nokkrar ferðir í mánuði fram á sumar. FÍ fjör er því tilvalinn vettvangur fyrir ferðafélaga sem eru að undirbúa verkefni sumarins, hvort heldur krefjandi fjallgöngu á Hvannadalshnúk eða sumarleyfisferð. FÍ fjör verður undir nokkrum fyrirsögnum eftir mánuði og er fyrsta FÍ fjör prógrammið undir heitinu ,,vertu til er vorið kallar á þig," í tilefni af veðurblíðunni undanfarið. Fararstjóri er Þórður Ingi Marelsson.
Vertu til er vorið kallar á þig
Esjufjör fjóra daga í röð í lok febrúar!
Takið með ykkur höfuðljós, verið í góðum gönguskóm og hlýjum klæðnaði og göngustafir eru mjög góðir ferðafélagar.
Dagar:
mánudagurinn 22.02.2010 kl.1800
Þriðjudagur 23.02.2010 kl.1800
miðvikudagur 24.02.2010
fimmtudagur 25.02.2010.....................hér verður boðið upp á súkkulaðiköku, eftir gönguna:)
Fararstjóri í FÍ fjör ferðum er Þórður Ingi Marelsson.