Fréttapóstur frá Ferðafélagi Íslands
Ferðafélagið 80 ára 27. nóvember
Skjaldbreiður laugardaginn 17. nóvember
Ferðaáætlun 2008
Göngugleði alla sunnudaga
Göngugleði FÍ er alla sunnudaga kl. 10.30, þátttaka er ókeypis, allir velkomnir.
Hlöðuvellir Hlöðufell Högnhöfði Skriða
24. - 25. nóvember
Fararstjóri: María Dögg Tryggvadóttir
Brottför á laugardegi kl. 8.00
Ævintýrahelgarferð með gistingu í FÍ skála og gengið á heillandi fjöll í næsta nágrenni skálans. Gengið á Hlöðufell, Högnhöfða eða Skriðu eftir því sem aðstæður leyfa. Ekið á breyttum fjallajeppum, sameiginlegur kvöldverður, kvöldvaka, sögustund og sprell. Góður útbúnaður nauðsynlegur, hlífðarfatnaður, svefnpoki, góðir gönguskór, broddar og nesti til ferðarinnar utan kvöldverðar á laugardegi.
Skráning á skrifstofu FÍ fyrir 22. nóvember.
Verð kr. 16.000 / 18.000
Innifalið, akstur, gisting, fararstjórn og sameiginleg máltíð.
Aðventuferð í Þórsmörk
30. nóv - 2. des
Fararstjóri: María Dögg Tryggvadóttir
Brottför á föstudegi kl. 18.00, farið á breyttum fjallajeppum.
Helgarferð í Þórsmörk með spennandi gönguferðum, meðal annars á Rjúpnafell, Útigönguhöfða, Hátinda og fleiri staði eftir því sem aðstæður leyfa. Gist í Skagfjörðsskála. Kvöldvökur, sögustundir og leikir í skálanum á kvöldin, þátttakendur leggja til efni í kvöldvökur. Sameiginlegur kvöldverður á laugardagskvöldi.
Verð kr. 18.000 / 20.000
Innifalið: akstur, gisting, fararstjórn, sameiginlegur kvöldverður.
Góður útbúnaður nauðsynlegur og nesti til ferðarinnar utan kvöldverðar á laugardegi.
Skráning á skrifstofu FÍ fyrir 28. nóvember.
Með kveðju
Skrifstofa FÍ
www.fi.is, s 568-2533, fi@fi.is