FÍ fréttir

Fréttapóstur frá Ferðafélagi Íslands

Ferðafélagið 80 ára 27. nóvember

Ferðafélag Íslands verður 80 ára 27. nóvember nk. Félagið var stofnað þann dag árið 1927 í Eimskipafélagshúsinu. Í tilefni afmælisins verður boðið til afmælisveislu í sal félagsins á afmælisdeginum.
Allir félagsmenn, vinir og velunnarar eru velkomnir í kaffi flatkökur og vöfflur. Í tilefni afmælisins eru á heimasíðunni birtar myndir úr sögu félagsins.
Sjá myndir

Skjaldbreiður laugardaginn 17. nóvember

Í tilefni af 200 ára afmæli Jónasar Hallgrímssonar býður FÍ upp á gönguferð á Skjaldbreið laugardaginn 17. nóvember. Lagt verður af stað frá Mörkinni 6 kl. 8.30 með rútu.
Fræðimaður um líf og ljóð Jónasar verður með í för. Pétur Þorleifsson segir frá fjöllum og örnefnum sem sjást en þetta verður 27. ganga Péturs á Skjaldbreið. Takið með ykkur nesti
Verð kr. 2000/3000
Fararstjórar Páll Ásgeir Ásgeir Ásgeirsson og Páll Guðmundsson.
Skráning á skrifstofu FÍ fyrir 16. nóvember

Ferðaáætlun 2008

Ferðanefnd FÍ vinnur nú að ferðaáætlun FÍ 2008 og kemur hún út í janúar 2008.   
Í haust og vetur verður boðið upp á dags- og helgarferðir, sem og skíða og jeppaferðir þegar aðstæður leyfa og þær kynntar með tölvupósti til félagsmanna og á heimasíðu FÍ. 

Göngugleði alla sunnudaga

Göngugleði FÍ er alla sunnudaga kl. 10.30, þátttaka er ókeypis, allir velkomnir. 

Hlöðuvellir – Hlöðufell – Högnhöfði – Skriða

24. - 25. nóvember
Fararstjóri: María Dögg Tryggvadóttir
Brottför á laugardegi kl. 8.00

Ævintýrahelgarferð með gistingu í FÍ skála og gengið á heillandi fjöll í næsta nágrenni skálans. Gengið á Hlöðufell, Högnhöfða eða Skriðu eftir því sem aðstæður leyfa. Ekið á breyttum fjallajeppum, sameiginlegur kvöldverður, kvöldvaka, sögustund og sprell. Góður útbúnaður nauðsynlegur, hlífðarfatnaður, svefnpoki, góðir gönguskór, broddar og nesti til ferðarinnar utan kvöldverðar á laugardegi.

Skráning á skrifstofu FÍ fyrir 22. nóvember.

Verð kr. 16.000 / 18.000
Innifalið, akstur, gisting, fararstjórn og sameiginleg máltíð.

Aðventuferð í Þórsmörk

30. nóv - 2. des
Fararstjóri: María Dögg Tryggvadóttir
Brottför á föstudegi kl. 18.00, farið á breyttum fjallajeppum.

Helgarferð í Þórsmörk með spennandi gönguferðum, meðal annars á Rjúpnafell, Útigönguhöfða, Hátinda og fleiri staði eftir því sem aðstæður leyfa. Gist í Skagfjörðsskála. Kvöldvökur, sögustundir og leikir í skálanum á kvöldin, þátttakendur leggja til efni í kvöldvökur. Sameiginlegur kvöldverður á laugardagskvöldi.

Verð kr. 18.000 / 20.000
Innifalið: akstur, gisting, fararstjórn, sameiginlegur kvöldverður.

Góður útbúnaður nauðsynlegur og nesti til ferðarinnar utan kvöldverðar á laugardegi.
Skráning á skrifstofu FÍ fyrir 28. nóvember.

Með kveðju
Skrifstofa FÍ
www.fi.is, s – 568-2533, fi@fi.is