Skjaldbreiður laugardaginn 17. nóvember
Í tilefni af 200 ára afmæli Jónasar Hallgrímssonar býður FÍ upp á gönguferð á Skjaldbreið á morgun laugardaginn 17. nóvember.
Lagt verður af stað frá Mörkinni 6 kl. 8.30 með rútu. Áætlað er að koma til Reykjavíkur um kl. 17.30
Leifur Þorsteinsson líffræðingur verður með fróðleik um líf og ljóð Jónasar.
Pétur Þorleifsson verður með í för og segir frá öllum örnefnum sem sjást en þetta verður 27. ganga Péturs á Skjaldbreið.
Verð kr. 2000/3000
Takið með ykkur nesti og góðan útbúnað.
Fararstjórar Páll Ásgeir Ásgeir Ásgeirsson og Páll Guðmundsson.
Allt stefnir í góða þátttöku í ferðinni og þegar hafa um 40 þátttakendur skráð sig. Veðurspá er góð og því kjörið að vera með í skemmtilegri ferð.
Skráning er á skrifsofu FÍ.
Ævintýrahelgarferð með gistingu á Hlöðuvöllum og gengið á heillandi fjöll í næsta nágrenni skálans.
24. - 25. nóvember
Fararstjóri: María Dögg Tryggvadóttir
Helgarferð í Hlöðuvelli og gist í skála FÍ. Gengið á Hlöðufell, Högnhöfða eða Skriðu eftir því sem aðstæður leyfa.
Ekið á breyttum fjallajeppum, sameiginlegur kvöldverður, kvöldvaka, sögustund og sprell.
Góður útbúnaður nauðsynlegur, hlífðarfatnaður, svefnpoki, góðir gönguskór, broddar og nesti til ferðarinnar utan kvöldverðar á laugardegi.
Skráning á skrifstofu FÍ fyrir 22. nóvember.
Verð kr. 16.000 / 18.000
Innifalið, akstur, gisting, fararstjórn og sameiginleg máltíð.
Helgarferð í Þórsmörk með spennandi gönguferðum, meðal annars á Rjúpnafell, Útigönguhöfða, Hátinda og fleiri staði eftir því sem aðstæður leyfa.
30. nóv - 2. des
Fararstjóri: María Dögg Tryggvadóttir
Gist í Skagfjörðsskála.
Brottför á föstudegi kl. 18.00, farið á breyttum fjallajeppum.
Kvöldvökur, sögustundir og leikir í skálanum á kvöldin, þátttakendur leggja til efni í kvöldvökur.
Sameiginlegur kvöldverður á laugardagskveldi.
Verð kr. 18.000 / 20.000
Innifalið: akstur, gisting, fararstjórn, sameiginlegur kvöldverður.
Góður útbúnaður nauðsynlegur og nesti til ferðarinnar utan kvöldverðar á laugardegi.
Félagsvist Ferðafélags Íslands
Kæru spilafélagar. Næsta félagsvist verður þriðjudaginn 20.nóvember.
Vistin hefst kl: 19:30. Spilað verður í Mörkinni 6 í risinu. Svo spilum við 15.jan., 19. feb. og 18. mars 2008. Hámark þátttakenda er 52. Fyrstir koma fyrstir fá. Vinsamlega athugið að félagsvistin er ætluð félögum í Ferðafélaginu og gestum þeirra. Verðlaun verða veitt, kaffi og kökur. Sérstök verðlaun verða veitt þeim sem flest stig hlýtur samtals á öllum spilakvöldum vetrarins.
Ferðafélag Íslands verður 80 ára 27. nóvember nk.
Ferðafélag Íslands var stofnað 27. nóvember árið 1927 í Eimskipafélagshúsinu.
Í tilefni afmælisins verður boðið til afmælisveislu í sal félagsins á afmælisdeginum.
Allir félagsmenn, vinir og velunnarar eru velkomnir í kaffi og vöfflur. Í tilefni afmælisins eru á heimasíðunni birtar myndir úr sögu félagsins. Sjá myndir
Jólagjöfin fyrir göngumenn og útivistarfólk gjafabréf frá FÍ
Á skrifstofu Ferðafélags Íslands eru fáanleg gjafabréf sem er tilvalin jólagjöf til göngumanna og útivistarfólks. Gjafabréfin geta verið ferð í sumarleyfisferð FÍ, helgarferð eða dagsferð, og eða aðild að félaginu. Á skrifstofu FÍ fást einnig allar árbækur félagsins sem og fjöldi fræðslurita, korta og fróðleiks um íslenska náttúru.
Öll ritröð árbóka er fáanleg á sérstöku tilboðsverði.
Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 12.00 17.00