FÍ fréttir - 21. des

Árleg kökuganga FÍ á Esjuna

Árleg kökuganga FÍ á Esjuna á morgun laugardaginn 22. desember kl. 10. Mæting á bílastæðið við Mógilsá. Gengið á Kerhólakamb, yfir á Þverfellshorn og komið niður við bílastæðið við Mógilsá. Þátttakendur taka með sér sýnishorn af jólabakkelsinu og gefa öðrum að smakka.  Góður búnaður nauðsynlegur, þe góðir gönguskór, hlífðarfatnaður, göngustafir, bakpoki og nesti. Þátttaka ókeypis, allir velkomnir.
Fararstjórar: Þórhallur Ólafsson og Páll Guðmundsson.

 

Skrifstofan lokuð – vaktsími skála

Skrifstofa FÍ er lokuð á milli jóla og nýárs vegna framkvæmda. Skrifstofan opnar á ný 3. janúar. 
Sérstakur vaktsími vegna skála er 845 – 1214.

Blysför FÍ og Útivistar
Blysför FÍ og Útvistar verður laugardaginn 29. desember.  Gangan hefst frá Nauthóli kl .17.15 og er gengið í gengum skóginn í Öskjuhlíðinni að Perlunni þar sem flugeldasýning Landsbjargar hefst kl. 18.  Jólasveinar heimsækja hópinn í skóginum, bregða á leik og taka lagið. Allir velkomnir, þátttaka ókeypis.  

Árleg þrettándaferð FÍ í Þórsmörk 
5. - 6. janúar

Farið á jeppum og farið í jeppaferðir og gönguferðir eftir því sem aðstæður leyfa
Lagt af stað úr Reykjavík snemma morguns á laugardegi. Þátttakendur hittast við Hlíðarenda á Hvolsvelli um kl. 10.  Ferðin hefst síðan kl. 10.30 þegar haldið er af stað frá Hlíðarenda. Grillveilsa og kvöldvaka í Skagfjörðsskála á laugardagskvöldi.
Snemma á sunnudegi er lagt af stað frá skála og ekið og gengið eftir því sem leið liggur. 

Fararstjórar í ferðinni er Gísli Ólafur Pétursson og Páll Guðmundsson.
Óbreyttir jeppar geta verið með í för ef aðstæður eru góðar, annars er þátttaka háð samþykki fararstjóra.

Skráning á skrifstofu FÍ, með tölvupósti á fi@fi.is eða hringja 3. janúar.
Verð kr. 4.000 / 6.000 á hvern þátttakenda
Innifalið: gisting, fararstjórn og grillveisla á laugardagskvöldi.

Sérstakt fjölskylduverð fyrir þrjá eða fleiri kr. 10.000

Jóla og nýárskveðjur
Skrifstofa FÍ sendir öllum félagsmönnum og samstarfsaðilum bestu jóla og nýársóskir og þakkar ánægjulegt samstarf á árinu.