FÍ Garpar

FÍ Garpar

Ferðafélag Íslands býður nú upp á nýtt verkefni sem hefur fengið nafnið FÍ Garpar.  Þá er gengið á 8 – 10 virkilega krefjandi fjöll og er eingöngu ætlað þátttakendum í mjög góðu formi og með reynslu af fjallaferðum.  Einar Stefánsson Everestfari, verkfræðingur og margreyndur fjallagarpur og Auður Kjartansdóttir sem starfar sem sérfræðingur á ofanflóðasviði Veðurstofunnar og hefur 20 ára reynslu af fjallamennsku og björgunarsveitarstörfum verða fararstjórar í þessu verkefni.  Verkefnið FÍ Garpar  og Eitt fjall á mánuði verða kynnt á sérstökum kynningarfundi 10. Janúar nk. í sal Ferðafélagsins Mörkinni 6 kl. 20.