FÍ Garpar - dagskrá

Þau fjöll sem gengið verður á í dagskrá FÍ Garpa eru sem hér segir.

  • Hengill / Skeggi upphitunarganga, miðnæturganga 25. febrúar
  • Eyjafjallajökull í lok mars
  • Birnudalstindur í lok apríl
  • Miðfellstindur í byrjun maí
  • Loðmundur og Snækollur í byrjun júlí
  • Herðubreið og Snæfell um miðjan ágúst
  • Hrútfell á Kili í byrjun sept.

Að lokinni fyrstu göngu verður annar fundur með þátttakendum þar sem farið verður nánar yfir allar ferðir, ferðatilhögun, brottför, búnað ofl.

Hámarksfjöldi þátttakenda er 22.

Verkefnið er lokað, þ.e. ekki hægt að taka þátt í einstökum dagsferðum, heldur þarf að taka þátt í öllu verkefninu. Bent er á ferðaáætlun FÍ fyrir þá sem vilja taka þátt í einstaka dagsferðum.

Þátttakendur  í verkefninu þurfa að vera vanir fjallamennsku og í ágætu líkamlegu formi.

Fararstjórar eru Styrmir Steingrímsson og Auður Kjartansdóttir.

Þáttakendur mæta á eigin bílum í hverja ferð, nema að annað sé ákveðið.

Ver'ð kr. 90.000