Stór hópur Íslendinga tók þátt í IRONMAN 70.3 í Zell am see í Austurísku ölpunum sl. sunndag. Alls voru 39 íslendingar sem kláruðu svokallaðan hálfan járnkarl, sem samanstendur af 1900m sundi, 90km hjólreiðum og hálfu maraþonhlaupi, 21.1 km. Af þessum hóp voru 21 sem hafa farið í gegnum Landvættaþrautirnar með FÍ.
Aðstæður í brautinni voru hinar bestu fyrir þá 2.152 keppendur sem luku keppni. Alls voru 1.740 karlar og 372 konur sem tóku þátt. Kynjahlutfall íslendina var mun betra eða 21 kona og 18 karlar.
Veðrið var skýað að mestu, hægur vindur og mátulega hlýtt framan af en rétt í lok keppninnar þá gerði úrhellis rigningu og lentu þér sem voru að klára síðastir í mark í henni.
Brautin í Zell am see er falleg og þá sérstaklega hjólabrautin sem liggur í allt að 1300m hæð með fallegu útsýni yfir austurrísku alpana.