FÍ og HÍ - Með fróðleik í fararnesti - Söguslóðir ljósmæðra í 250 ár

Með fróðleik í fararnesti - Söguslóðir ljósmæðra í 250 ár
Hvenær hefst þessi viðburður: 6. október 2012 - 11:00 to 13:00
Nánari staðsetning: Skólavörðustígur 11Helga Gottfreðsdóttir


Helga Gottfreðsdóttir, dósent við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, leiðir gönguferð um slóðir 250 ára sögu ljósmæðra. Gengið verður frá Skólavörðustíg 11 og komið við á þremur til fjórum áfangastöðum í miðbæ Reykjavíkur sem tengjast sögu ljósmæðra. Lagt verður af stað frá Skólavörðustíg 11, kl. 11.

Háskóli Íslands og Ferðafélag Íslands halda áfram samstarfi sínu um gönguferðir sem efnt var til í tilefni aldarafmælis skólans 2011. Reynsla og þekking fararstjóra Ferðafélagsins og þekking kennara og vísindamanna Háskólans blandast saman í áhugaverðum gönguferðum og nú hjólaferðum um höfuðborgarsvæðið og næsta nágrenni þess. Ferðin er sú fimmta á þessu ári og og tekur hver um tvær klukkustundir. Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir.

Markmiðið með samstarfinu er að vekja áhuga almennings á fræðslu og hollri útivist og fjölga valkostum í þeim efnum. Um leið er vakin athygli og vonandi áhugi á fjölbreyttri starfsemi Háskólans og Ferðafélagsins.